Fyrsti þáttur Kiljunnar á árinu er í kvöld. Stór hluti þáttarins verður helgaður skáldinu Vilhjálmi frá Skáholti en 29. desember voru liðin hundrað ár frá fæðingu hans. Vilhjálmur var um margt brokkgengur maður, en eftir hann liggja merkileg kvæði sem sum hafa orðið mjög vinsæl – í raun má hann telja hann eitt fyrsta alvöru Reykjavíkurskáldið.
Í þættinum verður einnig fjallað um nýja bók sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson og fleiri hafa tekið saman vegna sextugsafmælis Davíðs Oddssonar sem er 17. janúar. Í bókinni er rakin ævi og stjórnmálaferill Davíðs í máli og myndum – við fáum að sjá brot af myndunum.
Kolbrún og Páll eru á sínum stað sem og Bragi Kristjónsson.