fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Fyrrverandi forstjóri FME og ábyrgðin

Egill Helgason
Laugardaginn 13. júní 2009 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bréf Jónasar Fr. Jónssonar er birt á Pressuvefnum og kemur ekki sérlega á óvart – vefurinn var  stofnaður sérstaklega til að verja skuldakónga og hirðmenn þeirra, en úr þeim hópi er sjálfur ritstjóri Pressunnar, og gengur einarðlega fram í að gera alla alvöru tilburði til að rannsaka mál tortryggilega. Þar birtist nú grein eftir grein sem hafa þetta að leiðarljósi.

Höfundar eiga það sameiginlegt að hafa verið á mála hjá skuldakóngunum – eins og ritstjórinn.

En aftur að Jónasi.

Hann talar um að valdamiklir stjórnmálamenn séu að leita að blórabögglum vegna hrunsins, minna sé horft á efnahagslega og viðskiptalega þætti heldur leitað að „mistökum, vanrækslu og ábyrgð“.

Nú vill svo til að allt íslenska bankakerfið hrundi á vakt Jónasar Fr. Hann var forstjóri stofnunarinnar sem átti að passa upp á systemið. Hrunið íslenska er miklu verra en þekkist í löndum í kringum okkur. Það er ekki sambærilegt.

Í ágúst í fyrra – það er ekki lengra síðan – gaf FME undir stjórn Jónasar út það álit að íslensku bankarnir væru traustir.

Á opinberum fundi sem ég sat með núverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Gunnari Andersen, kom fram að FME hefði tekið við tölum eins og þær komu frá bönkunum, ekki hefði verið gerð tilraun til að skyggnast á bak við þær. Grunur léki á um ranga upplýsingagjöf frá a.m.k. einum bankanna.

Nokkru síðar, mitt í hruninu, gaf FME út það álit að ekkert væri bogið við peningamarkaðssjóði bankanna.

Talandi um ábyrgð.

Stjórnmálamenn taka hana fyrst og fremst með því að hverfa úr pólitíkinni. Það hafa Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde gert.

Embættismenn með því að láta af störfum. Það er harla fágætt á Íslandi, en það tókst loks að pína Jónas til að hætta. Eins og seðlabankastjórana þrjá.

Ég á ekki von á að neitt þeirra verði ákært fyrir afglöp í starfi, það væri ef til vill heldur langt gengið.

En það er ábyggilega viss hætta á því að þau fái útreið hjá rannsóknaraðilum fyrir sinnuleysi sitt, afskiptaleysi og vanhæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit