fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Ekki öfundsverð störf

Egill Helgason
Föstudaginn 23. janúar 2009 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dapurt að heyra af veikindum Geirs Haarde. Þrátt fyrir allt sem gengur á held ég að þorri Íslendinga kunni ágætlega að meta Geir og þyki vænt um hann.

Starfið sem hann er í er á engan hátt öfundsvert, og ekki heldur Ingibjörg Sólrún.

En stundum er valdið ráðgáta. Fólk vill hanga á því þótt aðstæður séu ömurlegar, það sé veikt, óhamingjusamt og allt gangi því í mót.

Það er ekki furða að valdinu hefur verið líkt við fíkn.

Ingibjörg Sólrún hefur reynt að stýra flokki sínum og landinu frá sjúkrabeði. Það gengur ekki vel.

Og maður spyr hvort ráðlegt sé að Geir ætli að vera forsætisráðherra og formaður flokks síns meðan hann gengst undir læknismeðferð.

Stjórnmálamaður sem hverfur óvænt af sviðinu, þó það sé ekki nema stuttan tíma, skilur eftir sig tómarúm.

Hver á að fylla það?

Leiðtoginn þorir kannski ekki að fara frá vegna þess að þá gætu einhverjir komist að sem ekki eru í náðinni.

Maður veltir fyrir sér hverjir séu Geir og Ingibjörgu þóknanlegir sem eftirmenn – því bæði hljóta þau að hafa skoðanir á því?

Í Sjálfstæðisflokknum eru helst nefnd til sögunnar Þorgerður Katrín, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson.

Í Samfylkingunni Dagur B. Eggertsson – maður hefur í raun ekki heyrt fleiri nöfn. Björgvin G. Sigurðsson á varla möguleika lengur eftir að hafa hangið svo lengi á embætti viðskiptaráðherra.

Eða er mögulegt að einhver labbi inn af götunni eins og í Framsóknarflokknum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar