fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Farsakennd svikamylla

Egill Helgason
Laugardaginn 17. janúar 2009 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta virkar eins og einhvers konar skrípaleikur.

Farsi sem mætti setja upp í Þjóðleikhúsinu.

Eða hvað á að segja um svona viðskipti, sbr. fréttastofu Rúv:

Kaupþing fjármagnaði kaup Al-Thani

Kaupþing fjármagnaði sjálft viðskipti kaupsýslumanns frá Katar þegar hann eignaðist 5% hlut í bankanum í haust. Lánið greiddi hann upp með fyrirframákveðnum hagnaði af gjaldeyrissamningi við Kaupþing.

Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. Tvö félög á Jómfrúreyjum lánuðu því þriðja fyrir kaupunum. Féð fengu þau frá Kaupþingi. Veðið voru bréfin sjálf. Annað þessara félaga var í eigu Ólafs Ólafssonar, í Samskipum, þá næst stærsta eiganda gamla Kaupþings.

Hitt félagið var í eigu kaupandans, Sheik Mohamed bin Khalifa Al-Thani. Þriðja félagið lánaði svo Q Iceland Finance ehf, fyrirtæki Sheiksins hér á landi. Á það var svo 25 milljarða hluturinn í Kaupþingi skráður.

Kaupþing og Sheikinn gerðu síðan með sér samning sem tryggði honum ávinning í evrum, -segir Morgunblaðið.  Evrurnar keypti bankinn af  Al-Thani á yfirverði. Með mismuninum greiddi hann upp lánið fyrir hlutabréfunum, í gegnum Kaupþing í Lúxemborg.

Njóti maður slíkra kjara – þarf maður ekki að vera neinn Sheik til að kaupa sér banka. Þess vegna skoðar nú Fjármálaeftirlitið málið. Það ætti að vera einfalt, -enda er Q Iceland Finance, -aðeins nokkrum húsum frá eftirlitinu.

Að Suðurlandsbraut 18 er reyndar fjöldi fyrirtækja, -nöfn sumra hljóma kunnuglega í eyrum. Þarna eru Kjalar, Ker, Egla, Gift, Samvinnusjóðurinn og fleiri og fleiri. Samtals eru 109 fyrirtæki skráð þar til húsa.

Eitt þeirra er lögfræðistofan Fullthingi, -þar sem starfa bæði Kristinn Hallgrímsson, stundum kallaður lögmaður S-hópsins og Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Q Iceland Finance ehf og talsmaður Sheiks Al-Thani hér á landi. Fyrir hádegi á fimmtudag lofaði hún, að síðar sama dag, kæmi yfirlýsing frá Sheiknum vegna þessara mála. Ekkert bólar á henni enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“