fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Séra Halldór, styrkþegarnir og skuldir heimilanna

Egill Helgason
Mánudaginn 15. október 2012 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti, sækist eftir þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það er ágætt að ekki skuli allir frambjóðendur koma úr sama umhverfi – hlutfall fjölmiðlafólks fer til dæmis að verða vandræðalega hátt.

Halldór hefur verið atkvæðamikill á landsfundum Sjálfstæðisflokksins – og hann hefur komið þar í gegn samþykktum sem hafa alls ekki fallið flokksforystunni í geð. Það er nefnilega þannig á landsfundum Sjálfstæðisflokksins, líkt og flestra stjórnmálasamtaka, að forystan hefur ýmsar aðferðir til að passa upp á hvað er samþykkt og hvað ekki.

Halldór fékk í gegn á landsfundi 2010 að samþykkt var áskorun um að stórir styrkþegar á árunum fyrir hrun skyldu draga sig í hlé frá störfum fyrir flokkinn.

Og á síðasta landsfundi kom hann í gegn svohljóðandi texta sem fór inn í stjórnmálaályktun fundarins:

“Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána. Þessi aðgerð og önnur endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Aðgerðir til lausnar skulda einstaklinga eiga að vera almennar en ekki það sértækar að leiði til mismununar borgaranna og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.”

Í framboðsyfirlýsingu sinni bendir Halldór á að þingmenn flokksins hafi ekki séð ástæðu til að fylgja þessari ályktun eftir. Hann segist bjóða sig fram til að berjast fyrir stefnumálum Sjálfstæðisflokksins og samþykktum hans.

En kjarni málsins er vitaskuld sá að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki skuldbinda sig í þessum efnum, ekki fremur en Samfylkingin og Vinstri grænir. Enginn þessara flokka treystir sér til að beita sér fyrir skuldaniðurfærslu. Það er helst að Framsókn reyni að brydda upp á þessu stefnumáli – og svo ný framboð eins og Dögun, Samstaða og Hægri grænir. Þetta á ábyggilega eftir að verða talsvert áberandi fyrir kosningar, en líkurnar á því að náist samstaða um skuldaniðurfærslu við myndun ríkisstjórnar eru sama og engar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu