fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Einar Kára og Michel Houellebecq í Kiljunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. október 2012 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir stórmerkilegir höfundar verða gestir í Kiljunni á miðvikudagskvöldið.

Annar er Einar Kárason. Í næstu viku kemur út eftir hann saga sem nefnist Skáld. Þetta er þriðja bókin í þríleik hans um Sturlungaöld, þær fyrri voru Óvinafagnaður og Ofsi, sú síðarnefnda hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Við fórum með Einari út í Fagurey á Breiðafirði, en þar bjó Sturla Þórðarson, aðalpersóna bókarinnar, síðustu æviár sin.

Hinn gesturinn er Michel Houellebecq, hann er máski frægasti höfundurinn sem hefur komið í þáttinn frá upphafi. Út hafa komið þrjár skáldsögur eftir Houellebecq á íslensku í þýðingu Friðriks Rafnssonar, Öreindirnar, Áform og nú síðast Kortið og landið. Houellebecq hefur löngum haft lag á því að valda hneykslun – í viðtalinu ræðir hann meðal annars um uppgang Kínverja, sem er eitt þemað í síðustu bók hans, og þá ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af trúarbrögðum.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um nýja skáldsögu eftir Eirík Örn Norðdahl, en hún nefnist Illska, og einnig spjöllum við aðeins um Vögguvísu eftir Elías Mar en hún er í brennidepli á Lestrarhátíð Bókmenntaborgar í Reykjavík. Vögguvísa hefur nýskeð verið endurútgefin.

Bragi Kristjónsson er svo á sínum stað – eins og endranær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?