fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Eyjan

Syngjandi lögreglumaður

Egill Helgason
Föstudaginn 29. júní 2012 22:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið að Grikkir séu í kreppu, en þeir kunna að njóta lífsins betur en flest fólk sem býr norðar í Evrópu.

Hér á eyjunni eru allir saman, ungir og gamlir – það er fjarskalega mikið langlífi hér og gamla fólkið situr úti á torgum.

Börnin hlaupa um og eru í bolta- og búðarleikjum og enginn er að fást um þótt klukkan sé orðin margt. Litlir krakkar leika sér með stórum krökkum.

Það var spiluð tónlist á uppáhaldskaffihúsinu okkar í kvöld, hjá Stratosi, það var kona með gítar sem er ættuð frá eyjunni og eyjarskeggi með bouzouki.

Margir þekktu lögin og sungu með. Sumir brugðu undir sig betri fætinum og dönsuðu undir laufþaki torgsins.

Sá sem söng hvað mest og lengst er lögregluþjónninn á eyjunni – hann lítur út eins og hann sé kominn beint úr lögguþætti, er hávaxinn, grásprengdur og myndarlegur, en á frekar hrjúfan hátt. Hann er reyndar sjaldnast í búningi.

Það er mjög traustvekjandi að löggan sitji á torgi með fólkinu og syngja á föstudagskvöldi.

Í dag var nafndagur þeirra sem heita Petros. Þeir eru margir sem bera það nafn og því var hvarvetna verið að bjóða manni kökur – nafndagar sem eru helgaðir dýrlingum þykja ekki síður merkilegir hér en eiginlegir afmælisdagar.

Talandi um lögregluna, þá var framinn nokkuð frægur glæpur hérna fyrir svona þrjátíu árum. Þá var í heimsókn á eyjunni mikill kirkjuhöfðingi, gott ef það var ekki sjálfur Patríarkinn í Kostantínópel, höfuð grísku kirkjunnar. Allir eyjarskeggjar voru mættir niður á höfn til að kveðja hann, það var fjöldi báta úti á sjónum.

Á sama tíma var að reyna að laumast burt hollenskur maður með þungar byrðar. Hann hafði farið um kirkjur á eyjunni og stolið íkonum. Ætlaði að reyna að komast burt meðan augu eyjaskeggja beindust annað.

En hann var semsagt handtekinn áður en að hann komst í skip.

Kaffihúsið hjá vini okkar Stratosi. Þarna sitja eyjaskeggjar löngum stundum – á sunnudaginn horfum við á úrslitaleikinn í EM þarna á torginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi