fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Eyjan

Nýi forstjórinn og heilbrigðisráðherrann

Egill Helgason
Mánudaginn 30. september 2013 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Matthíasson geðlæknir er nýr forstjóri Landspítalans. Þetta er eitt erfiðasta og vanþakklátasta starf á Íslandi. Ég hef kynnst Páli ögn og sýnist að hann sé toppmaður.

Umræðan um heilbrigðiskerfið er þung og erfið. Ef ekki verður farið út í að byggja nýjan Landspítala þarf að marka aðra stefnu – það dugir ekki að hafa málið hangandi í lausu lofti árum saman. Miðstýringaráráttan hefur verið ráðandi í heilbrigðismálunum í langan tíma – ef ekki verður af nýbyggingunum þarf máski að hugsa það upp á nýtt.

Kristján Þór Júlíusson fékk erfiðasta ráðuneytið þegar þeim var útdeilt síðasta vor. Ef fjárveitingar til heilbrigðismála verða ekki auknar í fjárlögum er ljóst að hann verður í stöðugri varnarbaráttu. Við Kristján höfum þekkst lengi – ég er ekki frá því að mér virðist hann strax vera orðinn ögn þreytulegur.

Það er alveg rétt sem Kristján sagði í sumar, það er ekki þörf á að ríkið skaffi alla þjónustuna. Það er nóg að ríkið sé kaupandi hennar. En hér á Íslandi má varla nefna þetta – og líklega vill Framsóknarflokkurinn, sem öðrum flokkum fremur, mótaði núverandi stefnu í heilbrigðismálum, ekki heyra það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp