fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Hjarta landsins? – en Þjórsárverum er ekki ógnað

Egill Helgason
Föstudaginn 6. september 2013 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisverndarsinnar gerðu sér ferð í Þjórsárver í gær og boðuðu baráttu gegn Norðlingaölduveitu. Yfirskriftin er að á hálendinu slái hjarta landsins.

Maður hélt reyndar miðað við síðustu atburði að það væri í Vatnsmýrinni.

En baráttan á að snúast um að hálendinu verði hlíft, eins og segir.

Það er samt staðreynd sem er ekki sérlega mikið flaggað af umhverfisverndarsinnum að Norðlingaölduveita í þeirri mynd sem Landsvirkjun vill byggja hana er langt frá Þjórsárverum og skaðar þau ekki á neinn hátt. Það er því í raun ruglandi að tengja hana Þjórsárverum með þessum hætti – og kannski ekki alveg málefnalegt.

Norðlingaölduveitu í núverandi mynd fylgir miklum minna rask en var í þeirri mynd veitunnar sem var rædd í fyrir rúmum áratug. Þessu er vart saman að jafna. Og veitan hefði þau áhrif að afkastageta virkjananna við Þjórsá myndi aukast verulega – þannig að nemur heilli nýrri vrkjun

Þetta er semsagt mjög hagkvæmur virkjanakostur og hann er á svæði þar sem eru margar virkjanir, þannig að tæplega er hægt að tala um ósnortið land. Um þetta skrifaði orkubloggarinn Ketill Sigurjónsson fyrir nokkru:

„Já – fossunum neðan Norðlingaöldu var fórnað á sínum tíma með Kvíslaveitu og eru nú varla svipur hjá sjón. Í huga Orkubloggarans er ekki mikið náttúruverndargildi í slíkum fölnuðum fossum. Og þar sem Norðlingaöldulónið yrði þar að auki talsvert langt utan Þjórsárvera, eru öll helstu rök gegn Norðlingaölduveitu fallin.

Þar að auki er Norðlingaölduveita, sem fyrr segir, einhver allra ódýrasti kosturinn á Íslandi öllu til raforkuframleiðslu. Þegar allt er saman tekið þykir Orkubloggaranum rökin að baki því að stöðva Norðlingaölduveitu vera ansi veik og horfa framhjá skynsamlegri forgangsröðun virkjunarkosta á Íslandi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?