fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Hægt að draga umsóknina til baka með einfaldri þingsályktun

Egill Helgason
Mánudaginn 19. ágúst 2013 06:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað væri hægt að samþykkja einfaldlega þingsályktunartillögu í upphafi haustþings þar sem væri ákveðið að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Umsóknin byggir á þingsályktun sem samþykkt var 2009, í tíð fyrri stjórnar.

Þetta væri eðlileg þingleg meðferð, auðvitað er það rétt hjá Birgittu Jónsdóttir að ráðherra getur ekki slitið viðræðunum upp á sitt eindæmi án atbeina þingsins.

Þessi þingsályktun yrði ábyggilega samþykkt, innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru færri evrópusinnar en var á síðasta kjörtímabili.

En þá er spurningin hversu stjórnarflokkarnir telja sig bundna af fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu sem voru gefin fyrir kosningar. Það á sérstaklega við um Sjálfstæðisflokkinn þar sem þetta varð mikið hitamál. Þar eru viðhorfin líka margvíslegri Foringjaræðið virðist  vera sterkara innan Framsóknar.

Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Stjórnarflokkarnir virðast nefnilega vera nokkuð tvístígandi. Það var eins og afturköllun IPA-styrkjanna kæmi stjórninni á óvart. Og kannski finnst stjórninni ágætt að hafa í bakhöndini möguleikann á aðild Íslands, á tíma þegar hagvöxtur virðist seint ætla að taka við sér, landið er læst inni í gjaldeyrishöftum og í gangi eru fríverslunarviðræður milli Bandaríkjanna og ESB sem gætu reynst afdrifaríkar.

Þá getur reynst gott að vera ekki alveg búinn að slíta viðræðunum – þó ekki nema vegna samningsstöðu þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB