fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Borgarastríð í Egyptalandi?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. ágúst 2013 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarastríð í hinu fjölmenna og þéttbýla Egyptalandi er skelfileg tilhugsun.

Efnahagur landsins hrynur, ferðamenn láta ekki sjá sig, landbúnaðarvörur komast ekki á markað. Almennings bíður ekkert annað en þjáningar og sultur.

Það var náttúrlega skuggalegt þegar heimsbyggðin fagnaði því að réttkjörnum stjórnvöldum var steypt af stóli, jafnvel þótt Morsi væri slæmur. Nú hefur herforingjastjórnin í landinu fellt grímuna – það sem gerðist í gær var ekkert annað en blákalt fjöldamorð. Að minnsta kosti 235 féllu, líklega fleiri.

Nú eru vopnuð átök víða í borgum Egyptalands. Borgarastríð virðist nær óumflýjanlegt. Herforingjastjórnin herðir tökin – Mohammed El Baradei varaforseti er búinn að segja af sér. Hann er maður sem nýtur virðingar á Vesturlöndum og var eins og skrautblóm í garði stjórnarinnar. Baradei atti að vera ávísun á lýðræði, vonir um að lýðræðisstjórn komist á í Egyptalandi eru orðnar að engu.

Eftir þessa árás á Múslimska bræðralagið virðist óhjákvæmilegt að Egyptaland dagi til sín íslamista víða að – og verði helsti málstaður þeirra. Hreyfingin hefur þarna eignast píslarvotta. Það þýðir að herforingjastjórnin er ekki á förum – herinn er vel vopnum búinn svo líklega magnast blóðbaðið.

Það er enginn Nasser að spretta upp úr þessum átökum eins og enn dálkahöfundurinn lét sig dreyma um.

Í Sýrlandi geisar borgarastríð – það þýðir að í tveimur helstu arabaríkjunum við Miðjarðarhaf ríkir algjört ófremdarástand. Vesturlönd vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga gagnvart Sýrlandi. Assad forseti er slæmur – en það þýðir ekki að þeir sem berjast gegn honum séu einhverjir englar.

Líklegt er að svipað verði uppi á teningnum í Egyptalandi. Sjónir manna beinast að Bandaríkjunum sem veita Egyptum gríðarlega aðstoð í formi styrkja og hergagna. Getur Bandaríkjastjórn setið hjá og horft upp á aðfarir egypska hersins – sem eru í nafni „stríðs gegn hryðjuverkum“.

Það er orðinn kunnuglegur frasi. En að þessu sinni hefur hann holan hljóm.

photo_1376492050995-2-0

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB