Einhvern veginn finnst mér ekki skipta miklu máli hverjar eru skoðanir Gylfa Ægissonar á samkynhneigðum.
Gylfi er ekki það stór persóna í lífi mínu.
Og ef einhver ætlar að brenna plöturnar hans Gylfa – ja, þá sannast enn einu sinni að netið hefur dregið fram margan vitleysinginn sem áður ríkti þögn um.
Eitthvað svipað má kannski segja um Gylfa – hér áður fyrr hefðu skoðanir hans ekki verið sérstaklega í hámæli.
Fólk virðist frekar dálítið uppstökkt þessa dagana. Það er til dæmis hún Vigdís sem getur látið fólk nötra úr pirringi oft í viku.
Í þetta sinn varð henni reyndar dálítið á í messunni.
Hún fór að rugla saman valdi sínu til að skera niður og því sem henni er pólitískt þóknanlegt.
Það er ekki sérlega góð stjórnsýsla.