Við Íslendingar höfum afskaplega slæma reynslu af því að selja óreiðumönnum banka.
Ein afleiðing einkavæðingarinnar í upphafi aldarinnar var að bankar komust í eigu manna sem höfðu enga kunnáttu til að reka banka, höfðu afskaplega vafasama viðskiptasögu – og ætluðu heldur aldrei að reka banka nema sem peningaveitu fyrir sjálfa sig.
Nú er rætt um að selja Íslandsbanka til Kínverja.
Ríkisútvarpið fjallar um þetta í kvöldfréttum og ræðir við bandarískan hagfræðing, sem þekkir fjármálageirann í Kína. Hann varar við því að
Háttarlagið sem hagfræðingurinn, Robert Bloom, lýsir er reyndar nokkuð í ætt við það sem kvittur er um að hafi verið stundað í íslenska fjármálakerfinu fyrir hrun:
Peningaþvætti.