fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Er Perlan nothæf sem safnahús?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. ágúst 2013 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur ekki á óvart að sagt sé að Perlan henti ekki undir starfsemi safns. Það stendur til að flytja Náttúruminjasafn Íslands þangað.

Þetta er safn sem á sér langa sögu, en hefur eiginlega alltaf verið á hrakhólum. Það hefur verið heima hjá Benedikt Gröndal, í verslunarhúsinu Glasgow, í gamla Safnahúsinu og svo í sýningarsal við Hlemmtorg. Nú er reddingin að koma því fyrir í Perlunni.

Perlan hefur aldrei hentað undir neitt nema að vera útsýnispallur. Veitingarekstur þar hefur gengið brösulega og eitt sinn var hægt að fá þar góðan ís.

Annas hefur fátt þrifist þar nema stóri myndbandamarkaðurinn og svo bókamarkaður einu sinni á ári.

Kannski er hægt að beita ógurlegu hugviti við að breyta þessu gímaldi í safn – en einhvern veginn er mjög erfitt að sjá það í huganum.

Helst gæti maður séð Perluna fyrir sér sem brautarstöð, í einhverri framtíð þar sem lestir streymdu til og frá Reykjavík. En líklega er langt í það.

Húsið var nefnilega vitlaust byggt í upphafi, þótt það sé ljómandi skemmtilegt á að líta að utan. Það gleymdist að ljá því tilgang fyrir utan derringinn sem felst í því að vera stórt hús upp á hól.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef