fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Skemmd börn

Egill Helgason
Mánudaginn 12. ágúst 2013 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á ellefu ára son.

Ég óttast mjög að hann skemmist vegna þess að hann gæti hafa séð karlmenn kyssast.

Hann gæti líka skemmst vegna þess að tveir af bestu vinum hans eru synir samkynhneigðra karlmanna og hafa alist upp í hjónabandi þeirra.

Þetta eru reyndar ótrúlega klárir og skemmtilegir strákar, fjörmiklir, vel upp aldir og alltaf til í að leika – en samt.

Kannski gæti hann líka beðið skaða af því að koma búa í fjölmenningarlegu samfélagi. Ég meina, hann er í skóla með börnum sem koma alls staðar að úr veröldinni og eiga margvíslega foreldra. Í skóla með honum hafa verið börn múslima.

Reyndar er það svo að skemmtilegustu staðir sem hann kemur á eru fjölmenningarlegar borgir eins og New York, París og London.

Æ, þegar við vorum í París um daginn gistum við í hverfi þar sem er mikið af hommum. Hann gæti jafnvel hafa séð karlmenn kyssast úti á götu.

Eða hvað?

Nei, drengnum er alveg hjartanlega sama. Það er nefnilega með hann og mörg börn af hans kynslóð að þau velta þessu varla fyrir sér.

Fyrir þeim er sjálfsagt að allir séu jafnir – að ekki sé gerður greinarmunur á fólk eftir kynhneigð eða kynþætti.

Þetta er bara ekkert mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum
Skemmd börn

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef