Maður hefur undanfarið frétt af hörmulegum slysum í umferðinni – sum hafa leitt til dauða.
Ég hef síðustu tvo daga keyrt um þjóðvegi landsins. Það er gott veður og landið skartar sínu fegursta.
En maður er hissa yfir ofsaakstrinum sem alltof margir stunda.
Sérstaklega finnst manni ískyggilegt hvað taka mikla áhættu í framúrakstri.
Ein vinsælasta kvikmynd þessa árs heitir Fast and Furious. Hratt og ákaflega.
Það er eins og margir ökumenn séu undir áhrifum frá þessari mynd.