Er Brynjar Níelsson búinn að taka að sér að vera allsherjar nettröll eða er hlutverk hans kannski að prófa hugmyndir sem virka öfgafullar og athuga hvernig þær falla í kramið?
Því framganga Brynjars – og að nokkru leyti Vigdísar Hauksdóttur – virðast aðallega til þess fallin að drepa þjóðfélagsumræðunni á dreif, senda hana í óvæntar og skrítnar áttir.
En svo er náttúrlega hugsanlegt að þeim takist að færa mörk þess sem telst eðlilegt – að þau taki að sér að fara út á sprengjusvæðin, og svo má athuga hvort þau snúi aftur í heilu lagi, eða hvort vanti kannski hönd, fót eða höfuð?