fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Myrkur um miðjan dag á Austurvelli

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. júlí 2013 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er skrítin umræðan um uppbygginguna á Landsímareitnum.

Borgarfulltrúi VG heldur því fram að deiliskipulag svæðisins hafi verið samþykkt „í kyrrþey“. Samt man maður varla eftir framkvæmdum í borginni sem hafa fengið meiri umræðu.

Ég sá að einn forsprakki mótmælenda sagði í dag að ekki yrði sól á Austurvelli eftir klukkan hálf þrjú um daginn. Bíðum nú við – eru menn alveg orðnir áttavilltir í Reykjavík?

Samkvæmt þessu var í dag myrkur um miðjan dag á Austurvelli.

Svo virðast margir enn halda að eigi að rífa gamla Kvennaskólahúsið – sem er af og frá. Það er verndað í bak og fyrir.

Einn partur af umræðunni lýtur að Alþingi, að ekki megi þrengja að því. En þrengslin eru ekki meiri en svo að Alþingi hefur breitt starfsemi sína út um alla Kvosina, hefur skrifstofur í heilli húsalengju í Austurstræti og er komið alla leið út í Morgunblaðshús.

Það er talað um að halda eigi íbúakosningu um málið? En hvernig getur hún farið fram. Eiga allir Reykvíkingar að kjósa, eða kannski bara íbúar í 101 – eða þá bara þeir sem búa í Kvosinni?

Staðreyndin er sú þetta svæði er skelfing dapurt. Þar örlar ekki á lífi núorðið. Þarna standa hálftóm stórhýsi, bílastæði og ekkert sem dregur fólk að. Tónleikastaðurinn Nasa er löngu búinn að loka – fyrir honum fór eins og mörgum öðrum stöðum sem komu á undan. Dr. Gunni rekur það í ágætum pistli á vefsíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?