fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Staðlausir stafir um RÚV

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. júlí 2013 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er óþekkt að menn hendi fram tölum sem verða svo nánast að viðteknum sannindum.

Kannski af því enginn hirðir um að leiðrétta vitleysuna.

Jón Þorvarðarson stærðfræðingur gerir athugasemdir við málflutning Brynjars Níelssonar þar sem hann hélt því fram að 50 prósent af meðallaunum fjölskyldu færu í að greiða til Ríkisútvarpsins. Menn hafa síðan hent þetta á lofti, til dæmis í leiðara í Fréttablaðinu.

Jón skrifar í Pressuna – og þetta er býsna afdráttarlaust hjá honum:

„Það er eitt að hafa skoðun á RUV en að fylgja henni eftir með ósannindum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum er dapurlegt og ekki gott afspurnar fyrir þingmann. Í rauninni ljótur leikur að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti. Er þetta fyrsti vísirinn að málflutningi Brynjars Níelssonar á Alþingi? Að fara með staðlausa stafi?

Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að aðeins þeir sem eru með tekjuskattstofn umfram tæpar 1.500.000 kr greiða útvarpsgjald og 70 ára og eldri eru undanþegnir gjaldinu. Útvarpsgjaldið rennur beint til ríkisins og hluti af því rennur til RUV. Hversu háa upphæð RUV fær í sinn hlut hefur hingað til verið ákvarðað í fjárlögum ríkisins.

Eins og kunnugt er greiða skattgreiðendur 18.800 kr í útvarpsgjald á hverju ári. Ef við umreiknum í mánaðargjald fáum við 1.567 kr. Skv. Hagstofu Íslands eru meðallaun 402.000 kr á mánuði. Meðalfjölskylda telur 2,4 einstaklinga sem er hálfgert talnaskrípi í hugum flestra. Mér er ekki kunnugt um meðaltekjur slíkrar fjölskyldu, né hvað hún borgar í útvarpsgjald. Eitt er þó alveg á hreinu að það er fjarri öllum sanni að slík fjölskylda borgi helming af einum mánaðarlaunum í útvarpsgjald. Raunar óralangur vegur frá!

Ég hygg að margir sjái fyrir sér að meðalfjölskyldan sé í líkingu við sambýlisfólk með 2 börn. Sem er að vísu ekki rétt eins og áður hefur komið fram. En rökræðunnar vegna skulum við láta það liggja milli hluta.

Ef við gerum ráð fyrir tveimur tekjuskattsgreiðendum í umræddri fjölskyldu þá er með ólíkindum hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að fjölskyldan borgi helming af einum mánaðarlaunum fjölskyldunnar í útvarpsgjald. Það er svo víðs fjarri! 5% af einum mánaðarlaunum fjölskyldunnar væri e.t.v. nálægt réttu lagi.

Ef við gerum ráð fyrir aðeins einum tekjuskattsgreiðanda á áðurnefndu heimili þá næði útvarpsgjaldið ekki einu sinni 5% af einum mánaðarlaunum fjölskyldunnar.

Á hvaða teikniborði fann Brynjar Níelsson þessa „meðalfjölskyldu” sem borgar 50% af einum mánaðarlaunum fjölskyldunnar í útvarpsgjald?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?