Aðrar eins hreinsanir hafa varla sést á fjölmiðli og undanfarið á Fréttablaðinu/Stöð 2.
Reyndir starfsmenn hverfa unnvörpum á braut. Oft heyrir maður af mörgum á dag.
Maður skyldi halda að eitthvað sé í vændum vegna þessa – að þessir fjölmiðlar muni taka nokkrum breytingum. Nema eldri og dýrari starfskraftar séu að rýma til fyrir yngri og ódýrari. Það er ekki óþekkt.
Meðal gárunga er farið að tala um menningarbyltingu í þessu sambandi. Í menningarbyltingunni í Kína var gömlu og feysknu rutt burt, og sérstaklega var menntun og reynsla illa séð.
Í staðinn ruddist ungt fólk fram á sviðið – undir stjórn hins mjög aðsópsmikla Maós formanns.
Ekki löngu síðar var orðið ljóst að þetta gafst illa.