Bankaráð Seðlabanka Íslands er algjörlega tilgangslaus kjaftaklúbbur.
Þetta sýndi sig glöggt þegar menn fóru að skoða íslenska efnahagshrunið. Bankaráðið réð aldrei neinu – og á því hefur ekki orðið nein breyting.
Hinn eiginlegi tilgangur ráðsins er að setja þangað inn gamla stjórnmálamenn og vildarvini flokka, svo þeir geti fengið þægilegan aukapening.
Þetta er svona einfalt.
Samt á Seðlabankinn að vera óháður – og einmitt ekki lúta valdi flokkanna.
En stjórnmálaflokkar þurfa að hafa svona matarholur til að koma sínu fólki í og þetta er svosem ekkert einsdæmi, tíðkast um allan heim.
En er ekkert betra fyrir það.
Launin fyrir að sitja í bankaráði Seðlabankans eru reyndar óvenju góð – formaðurinn fær 117 þúsund á fund, eða svona 3 milljónir á ári. Það er ansi ríflegt, eins og má sjá í þessari frétt DV.