fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Herinn tekur völdin í Egyptalandi – en hvað næst?

Egill Helgason
Laugardaginn 6. júlí 2013 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan í Egyptalandi er feikilega viðkvæm.

Það er þversögn að mótmælendur, sem segjast aðhyllast lýðræði, voru að biðja um valdarán hersins. Því hefur verið líka verið fagnað víða um heim.

En um leið voru réttkjörin stjórnvöld slegin af og mikill fjöldi meðlima Múslimska bræðralagsins var settur bak við lás og slá.

Mohamed Morsi reyndist ófær um að stjórna landinu. Hann lofaði meðal annars efnahagsumbótum sem hann gat ekki staðið við.

Önnur þversögn er að víða skuli gera vart við sig söknuður eftir sterku mönnunum í arabaheiminum, þeim sem réðu í skjóli herja sinna og héldu ríkjum sínum í klóm ógnarstjórnar, en höfðu um leið tök á ofsatrúarmönnum. Tilraunir til að koma á lýðræði í þessum ríkjum eru að reynast afar þjáningarfullar, sums staðar eru átökin milli þeirra sem aðhyllast vestrænt lýðræði og þeirra sem aðhyllast pólitískt íslam, en annars staðar er barátta milli trúarhópa – eða þá að einfaldlega er barist um völdin.

Hosni Mubarak er horfinn, sem og Gaddafi og Saddam Hussein. Assad fjölskyldan í Sýrlandi rétt hangir á völdum sínum. Sterku mennirnir eru á bak og burt.

Hættan er auðvitað sú að borgarstríð brjótist út í Egyptalandi rétt eins og í Írak og Sýrlandi. Það gæti orðið skelfilegt. Egyptaland er fjölmennasta ríki í Arabaheiminum með 84 milljónir íbúa. Efnahagurinn er í kalda koli og túristarnir, sem eru mikilvæg tekjulind, þora ekki lengur að koma.

images-7

Valdaráni hersins fagnað í Egyptalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi