fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Vantar kannanir til að meta fylgisþróunina

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. apríl 2013 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það liggur við að vanti skoðanakannanir til að rýna í. Enn er til dæmis óvíst hvernig átökin i Sjálfstæðisflokknum um helgina hafa haft áhrif á fylgi hans.

Það þokaðist ögn upp í skoðanakönnun sem MMR birti í gær, en þó ekkert að ráði – og bilið milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks jókst enn. Framsókn er komin í 32,7, en Sjálfstæðisflokkurinn er tíu prósentustigum neðar með 22,9.

Sjálfstæðisflokkurinn er löngu búinn að gefa upp á bátinn hugmyndir um að ná sínu gullna fylgi sem er 36 prósent og yfir. Nú er keppnin að fá meira fylgi en Framsókn.

Samkvæmt MMR könnuninni erf ylgi stjórnarflokkanna komið í algjöran botn. Samfylkingin er með 10,4 prósent en VG 6,7. Það er þriðjungur þess sem flokkarnir fengu í kosningunum 2009.

Píratar sigla hins vegar seglum þöndum, þrátt fyrir erfiða umræðu um einstaka frambjóðendur, með heil 9 prósent.

En það vantar fleiri skoðanakannanir til að sýna hver þróun fylgisins er. Samkvæmt þessu er Framsókn ekkert að gefa eftir og Sjálfstæðisflokkur ekki að bæta neinu við sig að ráði. Sumir segja þó að hann hafi fundið sinn botn og sé að spyrna sér upp á við. Kannanir sem birtast á morgun eða fimmtudag svara þessu væntanlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin