fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Stórfyrirtækin, skattaskjólin og bókhaldsbrellurnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. mars 2013 00:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenný Stefanía Jensdóttir hefur búið í Kanada og lært þar endurskoðun, svokallaða forensic accounting eða réttarendurskoðun.

Jenný skrifar á blogg sitt pistil um samninga Íslendinga við alþjóðleg fyrirtæki og lagaumhverfið hér á landi. Hér koma fyrir hugtök sem maður heyrir æ oftar notuð þegar fjallað er um starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja og hvernig þau reyna að komast hjá því að greiða samfélagsleg gjöld – og hvernig virðiskeðjan virkar hjá þeim.

Fyrir nokkrum árum var talað um það í Bretlandi að óhemju mikið væri ræktað af banönum á eyjunum í Ermasundi. En svo er auðvitað ekki. Þar eru engir bananar. Ástæðan er sú að þær eru notaðar til að komast hjá því að greiða skatta í upprunalandi banananna og landinu þar sem þeir eru seldir – og þar er hagnaðnum komið undan.

Þarna höfum við hugtök eins og transfer pricing og thin capitalization, milliverðlagningu og þunna eiginfjármögnun. Þeir sem vilja fræðast meira um aðferðirnar geta náð ser í bók eftir Nicholas Shaxon sem nefnist Treasure Islands – Tax Havens And The Men Who Stole The World. Hún fjallar um ofurgróða stórfyrirtækja og hvernig þau nota skattaskjól.

Í þessum heimi er hugtak eins og „samfélagsleg ábyrgð“ bara grín – menn eru algjörlega lausir við það sem hefur verið kallað „ráðvendni“. En það þykir kannski smáborgaralegt að vísa í slíkt.

En aftur að Jenný Stefaníu, hún skrifar meðal annars í greininni sem áður var vísað í:

„Engin lög gilda um milliverðlagningu (e: transfer pricing)  tengdra fyrirtækja og alls engar reglur um þunna eiginfjármögnun  (e: thin capitalisation).  Sönnunarbyrðin hvílir á skattyfirvöldum, sem er íþyngjandi í samanburði við önnur lönd.  

Þess vegna virkar Ísland eins og skattaparadís fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki, sem geta þynnt eigið fé fyrirtækjanna hér á landi, niður í ekki neitt, með hárri skuldsetningu, og   „láta“ þau greiða háa vexti á USD lán 8-9% sem er langt umfram það sem lánamarkaður í heiminum keyrir á um þessar mundir. Vextirnir mynda síðan tekjur hjá móður eða systur í skúffu í annarri skattaparadís. 

Sem dæmi og til samanburðar þá eru reglur um hámarkshlutfall lánsfjár á móti eiginfé í Danmörku  4:1, í Equador 3:1 og Kanada 2:1  sem þýðir að ef fjármögnun frá tengdum aðila er hærri, er vaxtakostnaður af umframfjárhæð ófrádráttarbær frá tekjuskattstofni.  Hjá Norðurál ehf er þetta hlutfall yfir 40, enda engar reglur í gildi eins og áður segir.

Auk þess, eru takmörk fyrir því hversu illa móður- og systrafélög geta svínað á tengdu félagi í formi kostnaðar, ráðgjafakostnaðar, vaxta og fleira, því „transfer pricing“ skattadeildir í þessum löndum gera athugasemdir og leiðréttingar ef kostnaður er hærri en almennt gerist á markaði óskyldra fyrirtækja.

Í þessu sambandi virðast því  samningamenn Íslands hafa gengið fram eins og hverjar aðrar lufsur og hvorki gætt almannahagsmuna, náttúruverndar eða hagsmuna framtíðakynslóða Íslands.

Það er ekki mikil reisn yfir þessari sögu, sem varla hefur verið sögð öll enn.   

Vegna breyttra forsenda á að ganga til nýrra samninga við þessi félög, sem mala gull og menga þannig að náttúruspjöll eru óafturkræf.“

51RKDRnDCEL._SL500_AA300_

Bók Nicholas Shaxon um skattaparadísir og starfsemina sem fer fram í gegnum þær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“