fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Veitingakonan sem varð persóna í Heimsljósi, Viveca Sten og gáfumannaklúbbur Braga

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. mars 2013 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um endurminningar Kristínar Dahlstedt veitingakonu. Þær komu út 1961 en hafa nú verði endurútgefnar.

Ferill Kristínar var mjög litríkur. Hún var frá Dröngum í Dýrafirði, og vegna kynna við Magnús Hjaltason, skáldið á Þröm, verður hún persóna í Heimsljósi Halldórs Laxness.

Hún fór til Danmerkur og lærði veitingarekstur, rak mörg veitingahús um dagana, sum glæsileg, önnur miður.

Við fáum í þáttinn sænska rithöfundinn Viveca Sten. Hún er höfundur bókaflokks sem gerist í bænum Sandhamn í sænska skerjagerðinum, þetta eru glæpasögur sem hafa notið mikilla vinsælda og selst í risaupplögum Svíþjóð. Fyrsta bókin eftir Viveca Sten er komin út á íslensku og nefnist Svikalogn.

Við kynnumst ljóðskáldinu Degi Hjartarsyni sem fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð.

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður segir okkur frá uppahaldsbókum sínum, hún starfaði við bókaútgáfu áður en hún fór á þing.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Smásagnasafnið Ást í meinum eftir Rúnar Helga Vignisson, en bókin sú fékk menningarverðlaun DV í síðustu viku, og Líf annarra en mín eftir Emmanuel Carrère.

Bragi segir frá félagsskap gáfumanna sem hann tilheyrði sem ungur maður og sýnir merka mynd sem Alfreð Flóki teiknaði af félögunum.

dahlstedt

Kristín Dahlstedt rak veitingahús víða um Reykjavík. Þeirra frægast var Fjallkonan sem starfaði á nokkrum stöðum við Laugaveg – um tíma var yfir henni mikill glæsibragur. Svo var þó ekki alltaf á veitingaferli Kristínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“