fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Loks farið að taka á græðgi og sjálftöku í bönkum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. mars 2013 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Jenkins skrifar í Guardian um uppreisn gegn valdi banka sem sér merki víða í Evrópu.

Það var dælt peningum í banka til að bjarga þeim – þeir notuðu peningana til að verða ennþá ríkari, meðan almenningur sat uppi með reikningana. Bankarnir hafa algjörlega gengið fram af fólki.

Jenkins segir að bankar hafi reynt að telja fólki trú um að þetta væru bara einhvers konar forlög, en fólk trúi því ekki lengur – ekki þegar efnahagsbati virðist vera fjarri.

Evrópuþingið hefur nú samþykkt að bankamenn í Evrópu geti ekki fengið bónusa sem eru hærri en laun þeirra.

Í Sviss var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að hluthafar verði að samþykkja launagreiðslur þeirra sem eru í æðstu stöðum hjá bönkum, þar eru einnig ákvæði sem takmarka feita starfslokasamninga.

Í Hollandi er rætt um 20 prósenta þak á bónusa, og meira að segja í Bretlandi eru samtök lífeyrissjóða farin að heimta að kaup bankastjórnenda fylgi verðbólgu.

Simon Jenkins segir að þetta sé dæmi um að áhrif lobbýista út bankakerfinu séu farin að minnka í Evrópu eftir endalaus hneykslismál.

Í Bretlandi er staðan nokkuð öðruvísi, skrifar Jenkins. Þar dansa ráðamenn eftir pípu bankavaldsins. Hann nefnir dæmi um Royal Bank of Scotland sem í síðasta mánuði greiddi toppunum hjá sér 600 milljón pund í bónusa, eftir að bankinn hafði tapað 5 milljörðum punda.

Nóg er af svipuðum dæmum.

En bankarnir í Bretland væla eins og stungnir grísir ef minnst er á takmarkanir á græðgi þeirra. Þeir hafa her af lögfræðingum og lobbýistum á sínum vegum. En veruleikinn sé sá að hatur á bönkum hafi verið að magnast upp síðustu árin –  en bankarnir hafi látið eins og þeim standi nákæmlega á sama. Meira að segja stjórnmálamenn í Bretlandi geti ekki látið eins og almenningsálitið komi þeim ekki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið