fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Einn ríkasti maður Noregs: Vill hnekkja valdi banka

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. mars 2013 01:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öystein Stray Spetalen er einn ríkasti maður í Noregi, milljarðamæringur og fjárfestir.

En hann er ómyrkur í máli í garð fjármálastofnana í viðtali sem sagt er frá í Dagens Næringsliv.

Spetalen segir að bankar haldi fólki í gíslingu, þeir beiti heilu samfélagin ógnarstjórn. Með spákaupmennsku séu þeir stöðugt að hækka verð á hrávöru og þeir smyrji okurvöxtum á lán sem þjóðir eins og Grikkir geti ekki borgað.

Þessi fjárkúgun skaðar almenning og gerir ekkert til að auka verðmæti í samfélaginu, að mati Spetalens.

Spetalen segir að hnekkja þurfi valdi banka og spákaupmennsku þurfi að brjóta á bak aftur, í staðinn eigi að leggja áherslu á að byggja upp alvöru atvinnugreinar eins og þekkingariðnað.

„Allt tal um frjálsan markað byggir á hlægilegum kenningum frá níunda áratugnum sem virka ekki í raunveruleikanum,“ segir Spetalen. „Það er skammvinn gleði að flytja framleiðsluna burt til fátækra landa þar sem kostnaður er lágur. En hvað gerist svo þegar maður er búinn að grafa undan stoðum eigin efnahagslífs og ekkert blasir við nema skelfingin ein. Ég hef reynt að segja Höyre þetta, en án árangurs.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið