fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Eyðilandið við Tryggvagötu og höfuðstöðvar Landsbankans

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. febrúar 2013 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aftur farið að ræða um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans. Það mælist sjálfsagt ekki vel fyrir, svo stuttu eftir bankahrun, meðan almenningur er í skuldabasli sem hann kennir ekki síst bönkunum um.

Raunin mun vera að starfsemi Landsbankans er í mörgum húsum í Miðbænum. Höfuðstöðvarnar átti að reisa fyrir hrun á lóð milli Tryggvagötu og Sæbrautar, þar sem nú er stórt og hryllilega ljótt bílastæði.

Bankastjórnendur voru með ógurleg plön, þeir ætluðu bókstaflega að endurskapa  Miðborgina – á einni teikningunni af nýja húsinu stóð Björgólfur Guðmundsson líkt og í stafni byggingarinnar.

Það er spurning hvort þessar teikningar verði notaðar áfram, eða hvort menn vilji byggja eitthvað aðeins hógværarara. Það þó smá stíll yfir byggingunni á teikningunni hér að neðan, ólíkt kumböldunum sem hafa verið byggðir í hinu reykvíska „city“ í Borgartúni.

Svæðið þarna í kring, milli Tollhússins, Lækjartorgs og Hörpu er eins og eyðiland – hræðilega þunglyndisegt. Töf virðist vera á því að hótel við Hörpu rísi – það er ljóst að slíkt hótel er ein forsenda þess að húsið standi undir sér, og þess utan er skortur á lúxushótelum í Reykjavík.

Á einhverjum tímapunkti hlýtur svo að koma að því að Sæbrautin verði sett í stokk meðfram höfninni. Það myndi opna höfnina gagnvart Miðbænum gera allt svæðið miklu heillegra og meira aðlaðandi. Það er tímaskekkja að láta hraðbraut kljúfa svo fallegt hafnarsvæði frá borg.

En hvað vilja menn svo gera þarna? Á nýbygging Landsbankans að fá að rísa eða vilja menn eitthvað sem er smærra í sniðum? Einhverjum kynni að detta í hug að byggja þarna hús í eldri stíl – en væri það ekki svolítið klisjulegt?

Hvað ætti svo að gera við gamla Landsbankann?

Hann gæti orðið glæsilegt verslunarhús, „department store“, og mætti jafnvel hugsa sér að tengja yfir í nálægar byggingar eins og maður sér víða í erlendum borgum, ekki síst þar sem er kalt í veðri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann