fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025

Af samherjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að siðferðið í stjórnmálum á Íslandi fari batnandi með degi hverjum. Hvort bankahrun, GRECO skýrsla, eða fjölmiðlar hafi þar eitthvað að segja skal ósagt látið, en gaman er að gleðjast yfir litlum áfangasigrum í þessum efnum.

Líkt og fjallað hefur verið um í fréttum eru tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, töluverð. Kristján er fyrrum stjórnarformaður fyrirtækisins og hefur tekið nokkra túra fyrir Samherja sem sjómaður, samhliða þingmennsku, líkt og getið er um í hagsmunaskráningu ráðherrans. Þá er þeir Kristján og Þorsteinn sagðir ágætis vinir sem þekkst hafi síðan þeir voru báðir ungir menn. Við það er ekkert að athuga, enda lítið land og viðbúið að ráðherrar þekki áberandi menn úr viðskiptalífinu.

Orðið á götunni er að Kristján Þór hafi ekki sótt glæsilega árshátíð Samherja um helgina, þar sem flogið var með alla starfsmenn fyrirtækisins, til sjós og lands, í fimm flugvélum er fyrirtækið leigði, til Póllands. Einhverjum hefði kannski þótt fréttnæmt ef Kristján hefði sótt árshátíðina og allskyns spurningar vaknað um hver borgaði ferðalagið, skattgreiðendur, Samherji, eða Kristján sjálfur. En sem betur fer þarf ekki að spyrja að slíkum spurningum, þar sem Kristján Þór fór ekki til Póllands.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni