fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Gunnar í Krossinum spyr hvort hann sé kúgaður: „Þetta er dagskipunin frá konunni. Hvað á ég að gera?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn varpar fram þeirri spurningu hvort hann sé kúgaður. Eiginkona hans, líkamsræktarfrömuðurinn Jónína Benediktsdóttir sem hefur rekið detox meðferðastöð í Póllandi um áraraðir við góðan orðstír heldur eiginmanninum við efnið ef marka má Facebook-síðu hans. Tekið skal fram að skrif Gunnars eru öll sett fram á léttu nótunum en dagsplan Gunnars er nokkuð stíft Gunnars og er eftirfarandi:

Dagsplanið þitt:
Klára að lesa Moggann (mest skrif Davíðs) með kaffinu.

Sund, 45 mín. skrið, heitur pottur og köld kerlaug.

Hádegismatur og spjall við flugstjórann.

Skoða auglýsingarnar í Fréttablaðinu.

Hringja til Póllands.

Fara með mér í Bónus.

Sitja í sólinni og undirbúa nýja hnjáskiptaaðgerð, á hinum fætinum.

Lesa fyrir mig leiðara Moggans.

Drekka 6 glös af vatni jafnt yfir daginn.

Bænastund.

Umræða um meðvirkni út frá Píu Mellody, þú talar í 10 mín og ég í 10 mín.

Kvöldmatur, fiskur fiskur fiskur alla vikuna. Ekki meira kjöt.

Fréttir á öllum stöðvum og rásum (sömu fréttirnar)

Vera þakklátur fyrir mig sem elda svo góðan mat og þvæ þvottinn.

Það væri líka ágætt ef þú hentir inn einni predikun á netið. Að vísu hlusta svona um 1500 manns á þig í hvert skipti sem er með stærri „kirkjum“ á Íslandi.

Ekki kemur fram í hinni skemmtulegu en ítarlegu dagskrá hvort Gunnar fái einhvern frjálsan tíma. Þá hafa flestir vina þeirra hjóna bent Gunnari á að hann sé ekki kúgaður heldur vel giftur. Einn vina þeirra segir:

„Það er bara einn skipstjóri á hverju skipi, skipstjórinn á þínu skipi Gunnar er skipulagður, réttsýnn og góður kokkur, held að þú sért fullkominn fyrsti stýrimaður.“

Jónína svarar svo Gunnari í þræðinum og segir að hún hafi sent honum dagskrána í trúnaði en bætur svo við á öðrum stað:

„Held að Gunnari takist að fá vorkunn frá ýmsum konum sem sjá ekki að þetta er þroskaferli hahaha.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun