fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Þórey fer í mál – brotið alvarlegt og refsivert

Egill Helgason
Föstudaginn 3. október 2014 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmsar vendingar í lekamálinu – sem um tíma í vikunni var lækmálið.

Nú stefnir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, blaðamönnum DV fyrir að birta frétt – það var reyndar stór uppsláttur – um að hún væri „starfsmaður B“, semsagt að hún hafi verið hin grunaða í málinu. Það kom svo á daginn að þetta var Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður.

Þessi frétt reyndist röng, birting hennar var alvarlegt glappaskot. Blaðið baðst afsökunar, en í raun er mjög skiljanlegt að Þórey skuli fara í mál. Reynir Traustason, þáverandi ritstjóri kemur með þá skýringu á Facebook, að þegar lesið var í dómsúrskurð hafi Þóreyju verið ruglað við hinn aðstoðarmanninn. En það verður samt að teljast fjarska léleg blaðamennska:

Reynir sendir Þóreyju tóninn og leggur sig ekki í líma um að vera kurteis:

Þessi kona er klækjakvendi. Enn einu sinnni gefur hún út að hún hyggist stefna verðlaunablaðamönnunum, Og enn einu sinni ropa allir fjölmiðlar þessu upp. Hún gerði betur í því að stefna og leyfa fólki síðan að leggja mat á málið. Það merkilega er að húnn stefnir fyrir að henni var ruglað saman við hinn aðstoðarmanninn þegar lesið var í dómsúrskurð. Í huga Þóreyjar skiptir engu þótt menn hafi leiðrétt og beðist afsökunar.

Það verður áhugavert að sjá hvernig dómurinn tekur á þessu – og hver verður málsvörn blaðamannanna. Það gæti varpað ljósi á allt málið.

Í fréttatilkynningunni sem Þórey sendi frá sér er athyglisverð klausa, þar segir:

Einnig er því ranglega haldið fram að ég hafi átt í samskiptum við ákveðna fjölmiðla og að ég hafi leitað að áðurnefndum trúnaðarupplýsingum í tölvu minni. Allt eru þetta grófar og tilhæfulausar aðdróttanir sem fela í sér að ég hafi gerst sek um refsivert athæfi og alvarlegt brot í starfi.

Það er semsagt skilningur aðstoðarmanns Hönnu Birnu að það sem gerðist í ráðuneytinu hafi verið alvarlegt og refsivert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við