fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Furðulegar vendingar í lekamálinu – Viðskiptablaðið bendir á ráðuneytisstjórann

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. september 2014 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið hefur verið fjölmiðla duglegast við að halda uppi vörnum fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lekamálinu. Það má líka rifja upp að þegar átökin urðu í Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar í fyrra var það Viðskiptablaðið sem birti könnun sem sýndi að Hanna Birna myndi fremur höfða til kjósenda en Bjarni Benediktsson.

Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, hinn ákærði í lekamálinu, var til skamms tíma blaðamaður á Viðskiptablaðinu.

Í dag birtist á vef Viðskiptablaðsins frétt sem vekur athygli. Þar er bent á að tengdasonur Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, sé blaðamaður á mbl.is. Segir að þessi flötur hafi ekkert verið rannsakaður í lekamálinu, en Ragnhildur hafi fengið minnisblaðið umtalaða sent á sama tíma og ráðherrann og aðstoðarmenn hans.

Það er semsagt ýjað að því í Viðskiptablaðinu að lekinn kunni að vera kominn frá ráðuneytisstjóranum sjálfum.

Í því sambandi má geta þess að Ragnhildur á langan feril í stjórnsýslunni og nýtur virðingar.

Annars er margt furðulegt að gerast í málinu. Gísli Freyr neitar sök. Í málsvörn hans kemur meðal annars fram að einhver hafi skoðað skjalið á vef ráðuneytisins klukkan 5.39, morguninn áður en Fréttablaðið birti fréttina. En raunar var blaðið þá komið í prentun.

Svo er náttúrlega hitt, að á fjölmiðlunum er fólk sem veit líklega hið rétta í málinu. Það eru blaðamenn á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu sem fengu minnisblaðið sent og gerðu úr því frétt – og hugsanlega ritstjórar.

Þeir gætu náttúrlega tjáð dómnum með einhverjum hætti að Gísli sé saklaus. Það þyrfti ekki meira. Þeir þyrftu ekki að segja eitt einasta orð umfram það.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“