fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Lítið fútt í sænskum leiðtogaumræðum – sem er kannski bara gott

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. september 2014 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru þingkosningar í Svíþjóð og er búist við því að vinstri menn komist til valda, hægri flokkarnir hafa verið við völd síðan 2006. Það er lengsta tímabil hægri stjórnar í Svíþjóð frá því snemma á síðustu öld.

Í gær mættust í kappræðum í sjónvarpi Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra, leiðtogi Moderata samlingspartiet, og forsætisráðherraefnið Stefan Löfven, formaður Sósíaldemókrataflokksins.

Ef einhverjir bjuggust við því að þessar kappræður yrðu spennandi, þá urðu hinir sömu fyrir vonbrigðum. Í frétt Politiken í Danmörku segir að þeir hafi verið sammála um flest.

Þannig er pólitíkin í Skandinavíu – ekki jafn stríð og hér á Íslandi. Menn geta verið ósammála án þess að sé eins og ágreiningurinn snúist um himnaríki og helvíti, eins og einn vinur minn á Facebook orðar það.

Þó erum við laus við flokka eins og Svíþjóðardemókratana sem virðast ætla að fá allt að 10 prósenta fylgi í kosningunum. Bæði Reinfeldt og Löfven voru eru sammála um nauðsyn þess að standa gegn þessum skelfilega flokki.

Þess má svo geta að femíníski flokkurinn, Femininistiskt initiativ, fær ekki nema 2,2 prósent í skoðanakönnun sem Politiken vitnar í. Það er ekki nóg til að ná þingsæti, en til þess þurfa flokkar að komast yfir 4 prósent.

mer

Stefan Löfven og Fredrik Reinfeldt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí