Á sunnudagskvöldið verður sýndur á RÚV þriðji þáttur Vesturfaranna. Í þessum þætti förum við til Riverton á Nýja Íslandi og kynnumst meðal annars sagnfræðingnum og skjalaverðinum Nelson Gerrard.
Nelson hefur samnað saman í húsi sínu á Eyrarbakka við Winnipegvatn ótúlegum heimildum um Íslendingana sem fluttu vestur, skjölum, ljósmyndum, bókum og alls kyns gripum. Safn hans er með öllu ómetanlegt.