fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Menningin blómstrar í Reykjavík

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. ágúst 2014 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðborgin í Reykjavík iðar af lífi – það er eitthvað annað en fásinnið sem var þegar ég var að komast til vits og ára. Þá voru sirka tvö kaffihús sem hægt var að sitja á, varla neinir matsölustaðir að heitið gæti, menningarviðburðir voru mjög stopulir og alltaf sama fólkið á þeim.

Í gær vorum við sonur minn að koma af lokatónleikum jazzhátíðar í Reykjavík sem stóð í heila viku í Hörpu. Þar kom fram fjöldi frábærra listamanna, íslenskra og erlendra.

Á Bernhöftstorfunni var útibíó, fjöldi fólks, ókeypis popp og góð stemming. Myndin var Jaws.

Á laugardaginn er menningarnótt með fjölda viðburða. Það er sérlega skemmtilegt að nú skuli lögð áhersla á að hafa fjölda atriða á hinni nýuppgerðu Hverfisgötu. Með auknum mannfjölda er svæði miðbæjarins nefnilega að þenjast út.

Þá má ekki gleyma sunnudagskvöldinu, en þá leikur Toronto Symphony Orchestra í Hörpu. Þetta er helsta sinfóníuhljómsveit Kanada – mér skilst að hún sé framúrskarandi góð. Harpa gefur möguleika á að slíkar stórhljómsveitir sæki Ísland heim – áður var það óhugsandi.

10620507_10152715732360439_3560326015113528627_n

Útibíó við Bernhöftstorfuna í gærkvöldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki