fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Útúrsnúningar um lekamál

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. ágúst 2014 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög sérkennileg latína að óeðlilegt sé að Píratar leggi fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna þess að þeir vilji beinlínis að allt stjórnkerfið leki.

Þetta heyrir maður frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Birni Bjarnasyni og endurómar svo í Fréttablaðinu.

Sigmundur Davíð sagði í gær samkvæmt mbl.is:

„Það er svosem ekki mikið um tillöguna að segja. Það er svolítið sérstakt að vantrauststillaga út af lekamáli skuli koma frá Pírötum. Ég hélt að þeir væru helstu stuðningsmenn leka, löglegs og ólöglegs.“

En í Fréttablaðinu stendur í litlum  dálki:

1240647_10153107073755031_7510377310709684825_n-1

Líklega er þetta vísvitandi útúrsnúningur til að gera lítið úr málinu. Það er býsna mikill munur á lekum þar sem misbeiting valds er afhjúpuð eða leynipukur innan stjórnsýslu og leka sem felur beinlínis í sér misbeitingu valds og leiðir síðan af sér, að því er virðist, yfirhylmingu. Þegar beðið er um gagnsæi í stjórnsýslu er engin að biðja um viðkvæmar persónuupplýsingar – hvað þá að þær séu notaðar til að koma höggi á fólk.

Reyndar er bent á að þetta sé að finna í stefnumálum Pírata:

3.1 Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.

4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.

Er erfitt að skilja þetta? Eða eru menn kannski að misskilja af ásettu ráði?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“