fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

„Gamla fólkið“

Egill Helgason
Mánudaginn 18. ágúst 2014 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég þekki gamalt fólk sem fer í leikhús og missir ekki af Sinfóníutónleikum.

Ég þekki gamalt fólk sem hlustar á Bylgjuna.

Ég þekki gamalt fólk sem er sífellt að ferðast til útlanda.

Ég þekki gamalt fólk sem fer á skíði og í gönguferðir.

Ég þekki gamalt fólk sem fer oft á kaffihús.

Ég þekki gamalt fólk sem er ennþá að vinna á fullu.

Ég þekki gamalt fólk sem hlustar á útvarp Sögu og fær hugmyndir sínar þaðan.

Ég þekki gamalt fólk sem missir ekki af Kiljunni.

Ég þekki gamalt fólk sem lifir í bókum.

Ég þekki gamalt fólk sem gerir eiginlega ekkert annað en að horfa á sjónvarpið.

Ég þekki líka gamalt fólk sem er mjög tölvuvætt.

Sá sem nú er sjötugur var tíu ára þegar Elvis Presley söng That´s All Right – hann var nítján ára þegar Bítlarnir slógu í gegn.

Hann var eins árs þegar fyrsta kjarnorkusprengjan var notuð á menn – módernismi í listum var orðið gamalt fyrirbæri þegar hann fæddist.

Gamalt fólk er alls konar.

Þegar maður verður gamall breytast ekki áhugamál manns. Maður fer ekki allt í einu að hafa gaman af bænum eða harmonikkutónist hafi maður ekki haft það áður.

Þorgerður E. Sigurðardóttir orðar þetta ágætlega á Facebook:

Af hverju er í umræðu oft reiknað með því að allt gamalt fólk hafi sömu áhugamál og lífssýn? Þá á ég ekki við hagsmunamál sem þessi hópur á auðvitað einhver sameiginleg. Mér finnst þetta niðurlægjandi.

433490

Elvis Presley væri sjötíu og níu ára hefði hann lifað, en þeir sem nú eru sjötugir hefðu fyrst getað heyrt hann syngja That´s All Right, Mama þegar þeir voru níu ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“