Nú má spyrja hvort Bjarni Benediktsson sé ákveðinn í að halda fylgi Sjálfstæðisflokksins í lágmarki?
Það hljómar náttúrlega eins og hreint grín – eða kannski vondur brandari – að láta Hannes rannsaka erlend áhrif hrunsins.
Og svo er Bjarni farinn að boða einkavæðingu Landsbankans. Um það segir Ragnar Önundarson, sá maður sem reyndist gleggstur í spádómum sínum um íslenska hrunið:
Uppskriftin að einkavæðingu banka er einföld: Forréttindafólk fær sparifé almennings lánað til að kaupa bankann, nokkrum misserum síðar er hann settur á markað. Sjóðir almennings kaupa og forréttindafólkið hesthúsar gróða á kostnað almennings.