Í kvöld verður sýndur á RÚV þáttur þar sem ég ræði við Friðrik Þór Friðriksson – þátturinn er gerður í tilefni af sextugsafmæli Friðriks. Inn í þáttinn er fleygað atriðum úr myndum hans. Við tölum um feril Friðriks allt frá því að hann var frumkvöðullinni í sögufrægum kvikmyndaklúbbi sem nefndist Fjalakötturinn og fram til dagsins í dag. Hann hefur heilmikið á prjónunum, eins og heyra mál í þættinum.
Það er dálítið skemmtilegt til þess að hugsa að ég tók eitt fyrsta stóra fjölmiðlaviðtalið við Friðrik. Það var árið 1982, fjallaði um hina merku heimildarmynd Rokk í Reykjavík sem þá var í smíðum, birtist í Helgar-Tímanum.
Að loknum þættinum verður kvikmyndin Djöflaeyjan sýnd. Þarna á milli er stutt brot þar sem Friðrik segir frá myndinni. Á næstunni verða sýndar nokkrar af myndum Friðriks í sjónvarpinu – og er á undan þeim kynning af þessu tagi.