fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Ekki endilega eitraður matur í útlöndum

Egill Helgason
Föstudaginn 4. júlí 2014 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur alþingismanns að erlend verslun eins og Costco muni stofna lífi Íslendinga í hættu byggja á þeirri lífseigu hugmynd að matur í útlöndum sé eitraður.

Costco er bandarísk verslunarkeðja. Í Bandaríkjunum er að finna það besta og það versta í matarmenningu.

McDonalds, KFC og Taco Bell, en líka Whole Foods.

Af einhverjum ástæðum höfum við Íslendingar tileinkað okkur það sem er á boðstólum í þremur fyrrnefndu fyrirtækjunum, en ekki í því síðastnefnda.

Við búum við furðulega einokun á framleiðslu mjólkurvara – af einhverjum ástæðum er helsta einkenni hennar að dæla sykri í skyr og jógúrt.

Við búm við kerfi þar sem sláturhúsum hefur snarfækkað – lambakjöt sem er stolt landbúnaðarins fæst yfirleitt vakúmpakkað þannig að engin leið er að vita uppruna þess.

Nú dvel ég á grískri eyju.

Hérna borða ég lambakjöt sem er hreint ljúffengt. Það er grillað, Grikkir eru miklir grillmeistarar. Lömbin hafa hlaupið um hlíðarnar hér á eyjunni. Þeim er slátrað heima. Þetta er semsagt heimaslátrun. Engum verður meint af.

Í gær borðaði ég fisk sem ég veit að var dreginn úr sjó fjórum tímum áður en hann var borðaður. Vinur minn horfði á hann koma upp úr bát. Hann kom úr sjónum og fór beint á grill.

Jógúrtið er engu líkt og það er ekki sykrað. Hins vegar eru settir út á það ávextir, hunang og hnetur.

Ostar eru framleiddir hér á hverjum bæ, þeir eru mismunandi að bragði eftir því hvaðan þeir koma, frá hvaða eyju, hvaða bóndabæ. Engum verður meint af, en stundum er osturinn dálítið sterkur.

Og grænmetið, maður – það er safaríkt eins og það innihaldi sjálfa geisla sólarinnar.

IMG_4063 Fiskur nýkominn af grillinu. (Mynd: Kári Egilsson.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“