Það vill svo til að Kári var áðan að spila lagið Song for my Father eftir Horace Silver. Við komumst í píanó í skólanum hér á eyjunni – það er dálítið heitt og mollulegt þessa dagana svo svitinn bogar af píanóleikaranum.
Svo opnum við internetið og sjáum að Horace Silver er látinn – 85 ára að aldri.
Hann var píanisti og tónskáld, samdi fullt af frábærri músík, en Song for my Father er frægasta lagið hans. Það er einstakt grúv í laginu.
Steely Dan notuðu bassalínuna úr Song for my Father í hinu vinsæla lagi Rikki don´t Loose that Number, líklega þekkja margir lagið þaðan.