fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Starfsmaður B

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. júní 2014 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er búið að þrengja hringinn í lekamálinu þannig að rætt er um „stafsmann B“ – semsagt einhvern starfsmann innanríkisráðuneytisins sem sendi minnisblaðið um Tony Olmos til fjölmiðla – með viðbótum sem voru ekki á hinu upprunalega minnisblaði.

Þetta er fjarskalega vond staða fyrir ráðherrann og ráðuneytið. Nú liggja allir starfsmenn ráðuneytisins undir grun – en ráðherrann hefur flækt sig í net sem erfitt er að losna úr.

Þetta hefði horft öðruvísi við ef tekið hefði verið strax á málinu og sá sem framdi þennan gjörning hefði stigið strax fram og sagt starfi sínu lausu. Þá var tækifærið til að lágmarka skaðann, en nú er það löngu liðið.

En eins og málið hefur þróast er ráðherrann að berjast fyrir pólitísku lífi sínu, en mögulegt hlýtur að teljast að „starfsmaður B“ eigi beinlínis yfir höfði sér fangelsisdóm – ef hann finnst. Það er mjög skaðlegt fyrir ráðherrann að hafa hann áfram í liði sínu.

Þetta er mál sem ekki er einungis til umfjöllunar í fjölmiðlum og á Alþingi, heldur er líka fylgst með því af mikilli athygli innan stjórnkerfisins sjálfs.

Annars er þetta einkennilegt þrátefli. Í tilkynningu lögreglunnar í Reykjavík segir, samkvæmt vef Rúv:

Rannsókn hefur leitt í ljós að einn starfsmaður vistaði minnisblaðið á fartölvu sinni. Sá hinn sami átti líka fjögur símtöl við starfsmann 365 miðla áður en Fréttablaðið birti frétt um málið og eitt við starfsmann Morgunblaðsins áður en frétt birtist á mbl.is . Að auki kemur fram að svo virðist sem starfsmaðurinn hafi breytt minnisblaðinu um svipað leyti og tvö símtalanna við starfsmann 365 áttu sér stað. Starfsmaðurinn neitar því að hafa breytt skjalinu.

En innanríkisráðuneytið mótmælir ályktunum lögreglunnar, aftur samkvæmt Rúv:

Það sé hluti af daglegum störfum ráðuneytisins að tala við fjölmiðla og ýmsir starfsmenn eigi mörg slík samtöl á hverjum degi. Þá segir að samtölin sem vakin sé athygli á í greinargerðinni tengist ekki rannsókninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Í gær

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“

Vilhjálmur súr í pontu Alþingis – „Við skulum þá bara fara heim virðulegi forseti“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir