Fyrir næstum tíu árum birtist þessi ljósmynd á forsíðu hins ágæta blaðs Grapevine.
Höfundur hennar er Hörður Sveinsson, fyrirsætan er Sheba Ranks. Hún er frá Kenýa, en hefur búið lengi á Íslandi.
Þetta er afskaplega falleg mynd. Samt var það svo að ýmsir hneyksluðust þegar hún birtist í blaðinu.
Vonandi hneykslast enginn nú.
Gleðilegan þjóðhátíðardag!