fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Fótbolti og framfarir

Egill Helgason
Mánudaginn 16. júní 2014 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður fer að fylgjast með heimsmeistarakeppni sér maður hvað fótbolti er í raun góð íþrótt.

Hún er mjög friðsöm. 22 fullvaxnir karlmenn streitast við að koma bolta í mark eða koma í veg fyrir að bolti fari í mark.

Menn meiða sig ekki sérstaklega mikið.

Um muninn á evrópskum og amerískum fótbolta hefur verið sagt að í þeim evrópska þykist menn meiða sig meira en þeir gera í rauninni en í þeim ameríska þykist menn meiða sig minna en þeir gera í rauninni.

Fótbolti er mikil framför frá íþróttum sem voru stundaðar í gamla daga. Langtímum saman gerist ekki neitt og stundum eru heilu leikirnir þar sem gerist ekkert markvert.

Það er í rauninni mjög sívílíserað.

Tökum til dæmis íþróttir á tíma Rómverja. Þá fannst mönnum eiginlega ekkert varið í að fara á völlinn nema skylmingaþrælar væru að berjast til dauða eða að ljón væru að rífa kristna menn á hol.

images-5

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir