fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Frá Reykjavíkurbruna og upp í Breiðholt

Egill Helgason
Mánudaginn 26. maí 2014 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er dálítið upptekinn þessa dagana.

Við Pétur H. Ármannsson erum að gera þætti um byggingasögu Reykjavíkur á 20. öld – jú, við förum líka aðeins út fyrir borgina þegar það á við.

Fyrsti þátturinn byrjar í Reykjavíkurbrunanum mikla 1915, þegar timburstórhýsi í bænum brunnu til kaldra kola, við höldum svo áfram í gegnum valin ártöl, háborgarhugmyndirnar í kringum 1930, lýðveldisstílinn og stríðsgróðahús 1945, módernismann og einbýlishúsahverfin 1960 og svo Breiðholtið og baráttuna fyrir verndun timburhúsa 1975.

Þetta er feikilega skemmtilegt verkefni – í því felst mikil menningar- og hugmyndasaga og þarna er að finna margar litríkar persónur.

Ég hef mér til halds og trausts Ragnheiði Thorsteinsson upptökustjóra og Jón Víði Hauksson kvikmyndatökumann – betra samstarfsfólk er ekki hægt að hugsa sér.

Þættirnir verða væntanlega sýndir á RÚV næsta vetur.

Hótel-Reykjavík

Hið glæsilega timburhús, Hótel Reykjavík, varð eldi að bráð í Reykjavíkurbrunanum mikla 1915. Svalir hússins sneru út að Austurvelli og þar gat fyrirfólk staðið og fylgst með því sem fór fram á torginu. Við hliðina á hótelinu var nýbúið að reisa mikið verslunarhús úr timbri sem nefndist Syndicatið í almennu tali. Við brunann lauk timburhúsatímanum í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“