fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Mjög mikið drukkið í Rússlandi – en frekar lítið á Íslandi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. maí 2014 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má sjá kort frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem sýnir áfengisneyslu í heiminum, mælda í lítrum á hvern einstakling sem er orðinn meira en fimmtán ára. Þetta birtist á vef Business Insider.

Eins og sjá má skera Rússar og Úkraínumenn sig úr, þeir drekka langmest. Drykkjan á Íslandi er ekki sérlega mikil, hún er undir því sem tíðkast víðast hvar í Evrópu.

world alcohol map

 

Á öðru korti má sjá drykkjusiði, þar eru þjóðir flokkaðar eftir því hversu hættulegar drykkjuvenjur þeirra eru. Þar eru Rússland og Úkraína líka í sérflokki.

screen shot 2014-05-12 at 4.37.21 pm

 

Drykkja Rússa er einn helsti áhrifavaldur þess að karlmenn í Rússlandi deyja ungir. 25 prósent rússneskra karlmanna deyja áður en þeir ná 55 ára aldri og eru aðalorsakirnar lifrarsjúkdómar vegna drykkju, áfengiseitrun, ofbeldi eða slys af sem tengjast áfengisneyslu. Þetta kom fram í stórri rannsókn sem var birt í The Lancet fyrr á þessu ári.

Hugsanlega gæti maður orðið margs vísari ef maður læsi þessa bók, Vodka Politics, hún fjallar um drykkju og stjórnmál í Sovétríkjunum og Rússlandi. Hún hefur fengið ljómandi góðar umsagnir.

Vodka-Politics-Cover

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok