fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Að lenda á lista sem maður gæti ekki hugsað sér að kjósa

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. apríl 2014 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir helgi stefnumál sín í borgarstjórnarkosningunum í lok maí.

Oddviti flokksins, Halldór Halldórsson, talaði af því tilefni um að þyrfti að „taka upp“ nýtt aðalskipulag borgarinnar.

En nú vill svo til að í fjórða og fimmta sæti framboðslistans sitja þær Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir.

Báðar greiddu þær atkvæði með aðalskipulaginu nýja þegar það var samþykkt í borgarstjórn í nóvember síðastliðnum.

Þá var haft eftir Hildi á vefnum vísir.is að hún sé sammála áherslum aðalskipulagsins í þróun borgarinnar.

Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag.“ Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.

Einn aðalhöfundur aðalskipulagsins er Gísli Marteinn Baldursson. Hann starfaði að gerð þess allt frá 2006, og er sá borgarfultrúi sem lengst hefur komið að málinu, eins og kemur fram í viðtali við Gísla Martein í Morgunblaðinu um helgina.

Gísli segir ennfremur í viðtalinu að hann hafi óttast það að hann gæti lent í þeirri stöðu að leiða lista sem hann gæti ekki hugsað sér að kjósa.

Það var einróma, allir voru á því að ég ætti að hætta og fara í sjónvarpið. Og þessir vinir mínir eru flestir sjálfstæðismenn en eru eins og margir þreyttir á íhaldsseminni í flokknum. Þeim fannst, eins og ég hafði á tilfinningunni sjálfur, að jafnvel þótt ég ynni prófkjörið gæti ég lent í þeirri stöðu eftir endalausar málamiðlanir og endanlega niðurröðun lista, sem oddvitinn hefur ekkert um að segja, að leiða lista sem ég gæti ekki hugsað mér að kjósa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól