fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Stytting skólans – og óhagkvæmni í verslun og fjármálaþjónustu

Egill Helgason
Föstudaginn 14. febrúar 2014 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð leggur áherslu á styttingu framhaldsskólans og skólagjöld.

Hvort tveggja má vel athuga.

Það er reyndar svo með framhaldsskólann að ungmenni eru misjafnlega lengi að ljúka honum, sumir geta tekið mjög langan tíma í áfangakerfi, aðrir bruna í gegn. Þetta verður þó að skoðast í samhengi við grunnskólann. Þar er veruleg þörf á breytingum, ef á að vera hægt að stytta framhaldsskólann er nauðsynlegt að skoða námsframvinduna í grunnskólum líka.

Og skólagjöld sem eru mestanpart fjármögnuð með auknum námslánum eru ekki góð hugmynd. Þau kalla til dæmis á kerfi styrkja sem góðir námsmenn geta sótt sér, en við höfum ekkert slíkt hér á landi.

En kannski ætti Viðskiptaráð að líta sér nær.

Samkvæmt McKinsey-skýrslunni, sem er algjört grundvallarplagg hvað varðar greiningu á íslensku samfélagi, er minnst framleiðni í verslun og fjármálaþjónustu á Íslandi.

Þar er óhagkvæmnin mest og ónýtt umframgeta.

Kannski ætti Viðskiptaráð að skoða þetta betur – um leið og við gleymum því heldur ekki að ræða skólamálin.

 

url-13

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“