fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Nýr seðlabankastjóri – prófsteinn á stjórnarflokkana

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. febrúar 2014 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarninn fjallar um áhuga stjórnarflokkanna á að skipta Má Guðmundssyni út úr Seðlabankanum þegar skipunartíma hans lýkur í sumar.

Auðvitað er möguleiki á að láta Má halda áfram – en stjórnarflokkarnir líta ekki á hann sem „sinn mann“. Það mætti jafnvel segja að hann sé það sem kallast á ensku lame duck.

Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem skipar í stöðuna og segir í Kjarnanum að hann hafi áhuga á að setja Ólöfu Nordal, fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins, í bankann.

Það væri náttúrlega í anda þess sem tíðkaðist hér áður fyrr þegar stjórnmálamenn eins og Birgir Ísleifur Gunnarsson, Finnur Ingólfsson, Steingrímur Hermannsson, Tómas Árnason vermdu stólana í bankanum.

Að ógleymdum sjálfum Davíð Oddssyni.

En Kjarninn segir að Sigmundur Davíð Gunnlausson hafi aðrar hugmyndir og vilji koma inn í bankann einum helsta samstarfsmanni sínum og vini, Sigurði Hannessyni, manninum sem öðrum fremur hannaði skuldaleiðréttinguna. Sigurður er stærðfræðingur og starfar hjá MP banka.

Það verður hins vegar að segjast eins og er að eftir hrun íslenska efnahagslífsins og eftirmála þess ætti að vera mjög erfitt – ef ekki óhugsandi – að setja í Seðlabankann aðra en bestu og hámenntuðustu hagfræðinga. Seðlabankastjóri þarf að vera óháður og nógu sterkur í fræðunum til að standast þrýsting – það myndi ekki saka að við litum í kringum okkur og sæjum hvernig fólk það er sem stjórnar Seðlabönkum í nágrannalöndum.

Það verður prófsteinn á stjórnarflokkanna hvernig þeir höndla þetta mál.

imgres-1

Stjórnarflokkarnir hafa lítinn áhuga á að Már Guðmundsson verði áfram í Seðlabankanum. En hversu „faglega“ yrði staðið að ráðningu nýs seðlabankastjóra? Hér í skjali frá 2009 má sjá yfirlit yfir menntun og störf seðlabankastjóra í ýmsum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun