fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ónothæf námskrá?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. febrúar 2014 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum nefnt það furðulega plagg sem er aðalnámskrá grunnskólans sem var samþykkt 2011 og er nú verið að innleiða.

Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun og fjallar um námskrána.

Þetta er afar kurteislega orðuð grein, eins og hæfir skólamanni, en þó dylst engum að Hilmar hefur miklar efasemdir um námsskrána og hvernig eigi að framfylgja henni.

Eins og kemur fram í greininni segja afsakendur námskrárinnar að menn skilji ekki lykilhugtök í henni. Hilmar talar hins vegar um flausturslegar skilgreiningar og takmarkaða nákvæmni í orðavali. Á einum stað segir hann svo að höfundum námskrárinnar geti varla verið sjálfrátt.

Dæmi sem Hilmar nefnir úr námsskránni er nokkuð sláandi, þetta er á blaðsíðu 55, hvað er eiginlega verið að fara?

„Vissa þætti í menntun í grunnskóla er erfitt að meta. Dæmi um slíka þætti eru siðgæði og siðferðileg viðhorf, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, borgaravitund, sjálfbærni og heilbrigði. Skólar skulu sjálfir móta leiðir til að meta slíka þætti….“

Í niðurlagi greinarinnar kemst Hilmar að kjarna málsins varðandi námsskrána – það dylst í rauninni engum að þetta er ekki plagg sem skólarnir geta unnið eftir:

Þá má nefna að hæfni sem lýst er og sagt að nemendur eigi að geta náð er á köflum svo stórfengleg að höfundum getur varla verið sjálfrátt. Þegar stjórnvöld senda frá sér aðalnámskrá sem ætlað er að stýra námi og stuðla að sem bestri menntun barna í skyldunámi er afar brýnt að þau segi það sem þau meina og meini það sem þau segja.

Hugtakanotkun verður að vera markviss og vafaatriði eins fá og kostur er. Markmið og hugmyndir verða að vera í samræmi við þann vettvang þar sem útfærsla þeirra á sér stað og þann tíma sem til ráðstöfunar er. Aðalnámskrá má nefnilega ekki bara vera skólapólitískt manífestó – hún verður líka að marka kennurum skýra og færa leið við skipulagningu daglegs skólastarfs. Því miður er erfitt að halda því fram að fyrirliggjandi aðalnámskrá uppfylli þær kröfur nægilega vel.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun